Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun eftir að eldur kom uppí einbýlishúsi í Breiðholti. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang auk sjúkrabíls.

Einbýlishús í Kaldaseli er að sögn varðstjóra alelda. Íbúar í nágrenninu eru hvattir til að loka gluggum og hækka á ofnum vegna reyks sem leggur frá húsinu.

Ekki er búist við að neinn sé inni í húsinu og talið að sá eini sem var þar inni þegar eldurinn kom upp hafi náð að forða sér í tíma. Ekki er vitað hver tildrög eldsins eru að svo stöddu.

Ekki er enn búið að ráða niðurlögum eldsins og verður slökkvilið að störfum næstu tímana. Götu sem liggur að húsinu hefur verið lokað og því verður munu strætósamgöngur raskast.

Mynd/Stefán Karlsson