Á fundi í morgun með Veður­stofu, al­manna­vörnum og Múla­þingi vegna á­fram­haldandi skriðu­hættu á Seyðis­firði kom fram að hreyfing heldur á­fram í hryggnum við Búðar­á þó að hægt hafi á henni frá því í gær. Vatns­hæð í bor­holum lækkar heldur. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á Austur­landi.

„Á­réttað er að hryggurinn er sprunginn og marg­skiptur. Mestar líkur eru því á að hann fari niður í brotum og á mis­munandi tímum. Út­reikningar sýna að jafn­vel þó hann fari allur í einu þá muni leiði­garðar halda og aur ekki ná að húsum næst þeim,“ segir í til­kynningunni.

Í­búar eru sem fyrr hvattir til var­kárni á göngu­stígum með fram Búðar­á og annars staðar þar sem varnar­garðar beina skriðu­straumum. Þá eru allir þeir sem leið eiga um Hafnar­götu við Búðar­á og utan við Múla beðnir um að sýna var­kárni einnig.

„Til að auka enn öryggi þeirra sem leið eiga um Hafnar­götu við Búðar­á þegar skyggja tekur hefur verið á­kveðið að lýsa upp hlíðina við Búðar­á. Þeirri fram­kvæmd ætti að vera lokið fljót­lega. Vel er fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðis­fjarðar og við­eig­andi ráð­stafanir gerðar þyki á­stæða til,“ segir í til­kynningunni.

Enn er í gildi ó­vissu­stig al­manna­varna á Seyðis­firði.