Í­búar við eina þrengstu götu Reykja­víkur, Haðar­stíg, segja mikið vera á­bóta­vant í bruna­vörnum í götunni, þar sem slökkvi­liðs­bílar geti ekki keyrt þar inn sökum þrengsla. Eldur kom upp á Haðar­stíg á sjötta tímanum í dag en engan sakaði. Búið er að ráða niður­lögum eldsins.

Halla Sól­veig Þor­geirs­dóttir, íbúa á Haðar­stíg, er ein þeirra sem hvetja borgina til að koma eld­vörnum í al­menni­legt stand. „Það er bara rúm vika síðan ég sendi bréf fyrir hönd í­búa­sam­takanna á alla kjörna full­trúa reykja­víkur­borgar um þessi mál og fleira,“ segir Halla.

Margra ára barátta að fá brunahana

Um var að ræða bréf sem var upp­haf­lega sent árið 2019 þar sem ekkert hafði verið að­hafst í málum íbúa á­kvað Halla að endur­senda bréfið. „Þetta er margra ára bar­átta íbúa hérna að fá bætur á stígnum og bæta við bruna­hana í götunni," í­trekar Halla.

Í bréfinu kemur fram að á síðasta ári hafi komið upp neyðar­á­stand við Haðar­stíg vegna elds­voða í húsi við götuna. „Slökkvi­lið komst ekki með bif­reiðar sínar og tæki um götuna að brennandi húsinu.“

Á Haðar­stíg er enginn bruna­hani og þurfti slökkvi­lið því að sækja vatn til slökkvi­starfs um langan veg í að­liggjandi götu. „Í­búar nær­liggjandi húsa brugðust skjótt við og náðu að stöðva út­breiðslu eldsins, annars er hætt við að mun ver hefði farið,“ segir í bréfi í­búanna.

Almannahætta í götunni

Guð­jón Gísla­son, varð­stjóri hjá Slökkvi­liði Höfuð­borgar­svæðisins, sagði í við­tali við Frétta­blaðið á síðasta ári að leggja hafi þurft lagnir nokkra leið og að slökkvi­liðs­bílunum hafi verið komið fyrir á Freyju­götu.

„Það má segja varðandi bruna­varnar­mál að nú­verandi á­stand feli í sér al­manna­hættu fyrir okkur íbúa og að brýna nauð­syn beri til að setja upp nauð­syn­legar eld­varnir í götuna með bruna­hana,“ er í­trekað í bréfinu.

„Maður veit náttúru­lega ekki hvort þetta lé­lega að­gengi geti valdið skaða,“ segir Halla. „Ég þekki ekki hvernig slökkvi­liðið vinnur en þar sem þetta er svo þétt byggð hlýtur að þurfa að huga extra vel að öryggis­málum af þessu tagi.“