Vestmannaeyjabær er það sveitarfélag landsins sem kom best út úr könnun sem Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hafði yfirumsjón með og varðar viðhorf íbúa til búsetuskilyrða.

Akureyri er í öðru sæti og Eyjafjörður í því þriðja.

Suður-Vestfirðir, Dalir, Strandir og Reykhólar komu verst út úr könnuninni.

Af þeim svæðum sem voru með í næstsíðustu könnun hækkaði Vestmannaeyjabær mest á milli kannana, þá Rangárvallasýsla og Skaftafellssýslur.

Íbúar Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins voru óhamingjusamastir í könnuninni og þeir einu sem voru marktækt óhamingjusamari en aðrir þátttakendur.