Íbúi í hús­næði Út­lendinga­stofnunar á Grens­ás­vegi segir að í­búar óttist enn frekar að smit komi upp í hús­næðinu, í kjöl­far frétta af hóp­smiti í bú­setu­ur­ræði Út­lendinga­stofnunar í Hafnar­firði. Sema Erla Serdar, for­maður Solaris, segir fregnir af smitum ekki koma sér á ó­vart.

Fram kom í fréttum í morgun að hóp­smit hafi komið upp á höfuð­borgar­svæðinu í gær. Smitin eru rakin til bú­setu­úr­ræðis Út­lendinga­stofnunnar á vegum fé­lags­þjónustu Hafnar­fjarðar. Um er að ræða um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd en átta smit komu þar upp, þar sem íbúar búa við þröngan húsakost.

Rósa Guð­bjarts­dóttir, bæjar­­stjóri Hafnar­fjarðar, vísar á Út­­lendinga­­stofnun vegna málsins. Bærinn skrifaði árið 2015 undir þjónustu­samning við Út­lendinga­stofnun og skuld­batt bærinn sig þá til að þjónusta allt að fimm­tán manns meðan þau bíða úr­lausnar um­sóknar sinnar. Þór­hildur Ósk Haga­lín, upp­­­lýsinga­full­­trúi stofnunarinnar, segist í svari við skrif­­legri fyrir­­­spurn blaðsins ekki hafa frekari upp­­­lýsingar um í­búana sem smituðust.

Frétta­blaðið hefur undan­farna daga greint frá að­stæðum hælis­leit­enda sem búa í hús­næði Út­lendinga­stofnunar að Grens­ás­vegi. Í­búar þar segjast óttast öryggi sitt, þar sem þröngt sé um íbúa og spritt og sápa af skornum skammti. Í­búar þar séu margir lang­veikir og hafi miklar á­hyggjur af því að CO­VID-19 smit berist í húsið.

Í­búinn sem blaðið hefur rætt við undan­farna daga, og vill ekki láta nafns síns getið vegna ótta um stöðu sína gagn­vart stofnuninni, segir að smitin í Hafnar­firði sýni svart á hvítu að þegar í­búar búi þröngt aukist líkur á smitum. Hann segir íbúa á Grens­ás­vegi óttast að þar muni koma upp næsta hóp­smit.

Út­lendinga­stofnun hefur í­trekað sagt að að­búnaður í húsinu sé við­eig­andi. Að þar gisti einungis tveir saman í hverju her­bergi. Þá sagði upp­lýsinga­full­trúi að dvelji fleiri en tveir saman í her­bergi, líkt og um­fjöllun Frétta­blaðsins leiddi í ljós, þá hafi í­búar sjálfir fært sig úr því her­bergi sem þeim var út­hlutað og inn til annarra.

Sema Erla segir samtökin ítrekað hafa gagrnýnt sóttvarnarráðstafanir í úrræðum Útlendingastofnunar.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hafi í­trekað bent á að­stæður meðal hælis­leit­enda

Sema Erla Serdar, for­maður Solaris - hjálpar­sam­taka fyrir hælis­leit­endur, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að sam­tökin hafi í­trekað bent á það að sótt­varnir séu ekki nægjan­lega góðar í hús­næðum stofnunarinnar.

„Um langan tíma hefur verið bent á að að­stæður fyrir um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd eru oft á tíðum ó­á­sættan­legar og það á meðal annars við þessi bú­setu­úr­ræði,“ segir hún. Það hafi átt við áður en heims­far­aldur skall á og í­trekað verið bent á að bæta þurfi úr.

„Þannig það kemur manni ekki á ó­vart að það séu að koma fréttir að í­búar í þessum úr­ræðum sýni fram á að svo sé. Þarna er um að ræða myndir og rætt við aðila sem búa þarna og það er bara þannig að maður tekur orð þeirra fram yfir orð opin­berra stofnunar, sem er að reyna að verja sitt orð­spor,“ segir hún.

Sema bendir á að í­búar myndu ekki stíga fram ef ekki væri til­efni til þess, enda þurfi mikið hug­rekki og kjark til. „Við í Solaris höfum í­trekað gagn­rýnt skort á sótt­vörnum á þessum stöðum og til dæmis farið tvisvar upp á Ás­brú, og farið á Grens­ás og í Hafnar­fjörð með sápur og spritt vegna þess að það hefur skort á þessum stöðum,“ segir hún.

Þrátt fyrir að í­trekað hafi verið bent á þetta hafi lítið breyst. „Þannig þetta var kannski bara tíma­spurs­mál hve­nær það myndi koma upp smit í þessum úr­ræðum.“