Í­búar Flat­eyrar lýstu yfir ein­lægum von­brigðum vegna ofan­flóða­varna og að ekki hafi verið hlustað á fólkið í að­draganda snjó­flóðanna sem settu líf íbúa úr skorðum í síðustu viku. Þetta sagði Guð­mundur Gunnars­son, bæjar­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar í kvöld­fréttum á ríkis­út­varpinu.

Fundurinn hófst á Gunnu­kaffi í bænum klukkan 17:00 í dag en Ísa­fjarðar­bær boðaði til fundarins. Þá fer annar fundur fram á Suður­eyri klukkan 20:00 en til­gangurinn er að fara yfir stöðuna og svara spurningum íbúa í kjöl­far snjó­flóðanna þriggja sem féllu á þriðju­dag.

Guð­mundur Gunnars­son, bæjar­stjóri, segir að enginn fundur sé mikil­vægari en þeir fundir sem fram fari í kvöld. Hann segir að fundurinn á Flat­eyri hafi verið til­finninga­fundur.

„Mér fannst ég finna ein­læg von­brigði fólksins yfir því að það hafi verið af­skipt og að öryggi þeirra hafi ekki verið tryggt,“ segir Guð­mundur. Á sama tíma hafi fundurinn hins vegar einnig ein­kennst af kjarki og bar­áttu. Fólk sam­einist í verk­efninu um að tryggja öruggt og gott sam­fé­lag.

Á fundinn mættu full­trúar frá stofnunum sem hafa á einn eða annan hátt komið að að­gerðum til að­stoðar í­búanna eftir snjó­flóðin. Lýstu í­búar meðal annars yfir ó­öryggi vegna varnar­garðsins eftir að flóðin fóru að hluta yfir báða varnar­garða og inn á svæði sem fólk taldi öruggt.

Tómas Jóhannes­son, fag­stjóri ofan­flóða hjá Veður­stofu Ís­lands, sagði að því miður sé ekki hægt að gull­tryggja að flóð af þessari stærð eða stærri fari ekki yfir garðana. Alltaf væri ein­hver ó­vissa en ljóst sé að rýmingar­á­ætlanir Flat­eyrar verði endur­skoðaðar.

Í­búar furðuðu sig einnig á skorti á neyðar­búnaði í bænum. Kvartað var yfir því að allt slíkt hefði verið flutt af gömlu heilsu­gæslunni. Gylfi Ólafs­son, for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða, sagði að fjár­munir væru af skornum skammti. Stofnunin hefði skoðað hús­næði víða í bænum til að læknir frá Ísa­firði geti komið og veitt þjónustu en það hefði ekki gengið enn.