Banda­ríska haf- og lofts­lags­stofnunin NOAA hefur nú stað­fest að júlí 2021 var heitasti mánuður á jörðunni frá því að mælingar hófust en þetta kemur fram í gögnum nefndar á vegum stofnunarinnar sem gefin voru út í dag.

„Í þessu til­felli þá er fyrsta sætið versti staðurinn til að vera,“ sagði Rick Spin­rad, læknir hjá NOAA, um málið og vísaði til þess að vana­lega er júlí heitasti mánuðurinn en nú hafi verið sér­stak­lega heitt. „Þetta nýja met bætir við ó­hugnan­lega og eyðandi slóð sem lofts­lags­breytingar hafa skapað um heiminn.“

Aldrei heitara á Norðurhveli jarðar

Meðal­hitinn á landi og í sjó í heiminum öllum var 0,93 gráðum hærri í júlí síðast­liðnum en meðal­tal tuttugustu aldarinnar, sem var 15,8 gráður. Á Norður­hveli jarðar var 1,54 gráðum hærri en að meðal­tali á landi og því hið heitasta frá því að mælingar hófust en fyrra met var frá árinu 2012.

Þá var einnig met­hiti í Asíu en í Evrópu var um að ræða annan heitasta júlí­mánuð frá upp­hafi. Í öðrum heims­álfum, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku, Afríku og Eyjálfu, var júlí­mánuðurinn seinasti meðal 10 heitustu frá upp­hafi.

Sláandi niðurstöður

Að því er kemur fram í frétt NOAA er mjög lík­legt að árið í heild sinni verði meðal 10 heitustu ára frá upp­hafi í ljósi síðasta mánaðar. Vísað er til skýrslna sem komið hafa út undan­farið þar sem farið er yfir lang­tíma­á­hrif lofts­lags­breytinga á hita­stig.

„Það er al­var­leg skýrsla IPCC sem komst að þeirri niður­stöðu að á­hrif mann­kynsins séu, án vafa, valdur lofts­lags­breytinga, og það stað­festir að á­hrifin séu víð­tæk og ört stig­vaxandi,“ sagði Spin­rad.