Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin NOAA hefur nú staðfest að júlí 2021 var heitasti mánuður á jörðunni frá því að mælingar hófust en þetta kemur fram í gögnum nefndar á vegum stofnunarinnar sem gefin voru út í dag.
„Í þessu tilfelli þá er fyrsta sætið versti staðurinn til að vera,“ sagði Rick Spinrad, læknir hjá NOAA, um málið og vísaði til þess að vanalega er júlí heitasti mánuðurinn en nú hafi verið sérstaklega heitt. „Þetta nýja met bætir við óhugnanlega og eyðandi slóð sem loftslagsbreytingar hafa skapað um heiminn.“
Aldrei heitara á Norðurhveli jarðar
Meðalhitinn á landi og í sjó í heiminum öllum var 0,93 gráðum hærri í júlí síðastliðnum en meðaltal tuttugustu aldarinnar, sem var 15,8 gráður. Á Norðurhveli jarðar var 1,54 gráðum hærri en að meðaltali á landi og því hið heitasta frá því að mælingar hófust en fyrra met var frá árinu 2012.
Þá var einnig methiti í Asíu en í Evrópu var um að ræða annan heitasta júlímánuð frá upphafi. Í öðrum heimsálfum, Norður-Ameríku, Suður-Ameríku, Afríku og Eyjálfu, var júlímánuðurinn seinasti meðal 10 heitustu frá upphafi.
Sláandi niðurstöður
Að því er kemur fram í frétt NOAA er mjög líklegt að árið í heild sinni verði meðal 10 heitustu ára frá upphafi í ljósi síðasta mánaðar. Vísað er til skýrslna sem komið hafa út undanfarið þar sem farið er yfir langtímaáhrif loftslagsbreytinga á hitastig.
„Það er alvarleg skýrsla IPCC sem komst að þeirri niðurstöðu að áhrif mannkynsins séu, án vafa, valdur loftslagsbreytinga, og það staðfestir að áhrifin séu víðtæk og ört stigvaxandi,“ sagði Spinrad.
JUST IN: It’s official. #July was Earth’s hottest month on record. https://t.co/xKGLizOml4
— NOAA (@NOAA) August 13, 2021
via @NOAANCEIclimate #StateOfClimate #July2021
(Tweet 1 of 5) pic.twitter.com/Qqbu6CLqVt