Hjúkrunar­fræðingur á heilsu­gæslu­stöðinni Sól­vangi í Hafnar­firði reyndist vera með CO­VID-19 smit á dögunum. Hjúkrunar­fræðingurinn annast meðal annars ung­barna­eftir­lit á stöðinni. Þetta stað­festir Sig­ríður Dóra Magnús­dóttir, um­dæmis­læknir sótt­varna á höfuð­borgar­svæðinu.

Móðir sem fór með sex mánaða dóttur sína í eftir­lit á Sól­vang á dögunum hjá hjúkrunar­fræðingnum sendi Frétta­blaðinu tölvu­póst vegna málsins. Hjúkrunarfræðingurinn hafi greinst smitaður tveimur dögum síðar. Segist konan nokkuð viss um að margar fjöl­skyldur í Hafnar­firði séu í miklum kvíða og reiði vegna málsins.

„Vildi bara koma því frá mér, þar sem ég er reið og sár að hafa passað mig allan þennan tíma á co­vid. Hlýtt Víði og nánast ekkert farið út nema í tengslum við eftir­lit á með­göngu og nú ung­barna­vernd,“ skrifar konan.

„Af­staða stöðvarinnar virðist vera að litlar líkur séu á smiti og við eigum ekki að hafa neinar á­hyggjur. Bara við­hafa smit­gát.“

Sig­ríður stað­festir í sam­tali við Frétta­blaðið að öllum þeim sem nýttu sér þjónustu stöðvarinnar hafi verið gert að við­halda smit­gát. Til stendur að fresta opnun stöðvarinnar á morgun á meðan stöðin er sótt­hreinsuð. Símatími hefjist klukkan 10:00 og stöðin opni að nýju kl. 13:00 á morgun.

Sig­ríður bendir á að sótt­varnar­reglur hafi ný­lega verið hertar á heilsu­gæslu­stöðvum og að við­komandi hjúkrunar­fræðingur hafi meðal annars verið með grímu. Farið sé að öllum ráðleggingum smitrakningarteymis almannavarna. Hún segir að von sé á til­kynningu vegna málsins.