Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu að­stoðaði í gær tvær ungar stúlkur sem lentu í sjálf­heldu á Helga­felli í Mos­fells­bæ. Í dag­bók lög­reglunnar kemur fram að þeim hafi verið hjálpað niður og ekið heim til sín. Segir að þeim hafi verið orðið kalt en að öðru leyti hafi ekkert amað að þeim.

Kveikt var í rusla­tunnu við bensín­stöð í Breið­holti en ekkert tjón varð af því. Ekki er vitað um ger­enda.

Þá var ölvuðum manni vísað úr verslun í hverfi 101 eftir að hann lagðist til hvílu á lager verslunarinnar.

Í Hafnar­firði var brotist inn í fyrir­tæki en ekki er talið að þjófunum hafi tekist að stela neinu því öryggis­kerfi fór í gang.

Tveir öku­menn voru stöðvaðir. Annar var undir á­hrifum vímu­efna og hinn ekki með öku­réttindi.