Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir ljóst að til­slakanir séu í kortunum þar sem vel hafi takist að ná stjórn á fjórðu bylgju far­aldursins en ný­gengi smita fer nú hratt lækkandi. Staðan á Land­spítala er einnig betri en spítalinn var tekinn af hættu­stigi í gær og er nú ó­vissu­stigi.

„Ég held að við getum klár­lega litið á það þannig að við erum á á­gætum stað, og eins og við höfum sagt, á­stæðan fyrir þessum hertu að­gerðum á spítalanum var á­standið á spítalanum, nú er það orðið skárra, og vonandi getum við bara haldið á­fram,“ segir Þór­ólfur í sam­tali við Frétta­blaðið.

Nú­verandi reglu­gerð er í gildi út föstu­daginn 17. septem­ber og er Þór­ólfur með minnis­blað til heil­brigðis­ráð­herra í undir­búningi sem hann gerir ráð fyrir að senda frá sér á næstu dögum. Þór­ólfur segir þó mikil­vægt að fara hægt í sakirnar svo það komi ekki bak­slag.

„Við þurfum á sama tíma að passa okkur að fara ekki of hratt, við höfum brennt okkur á því og svig­rúm spítalans er ekkert voða­lega mikið. Það þarf ekki mikið að gerast til þess að allt í einu fari að hellast inn inn­lagnir á spítalann með al­var­legum af­leiðingum, eins og við höfum séð undan­farið,“ segir Þór­ólfur.

Grímurnar ekki íþyngjandi

Nú er í gildi 200 manna sam­komu­tak­markanir, með undan­þágum fyrir stærri við­burði, eins metra regla og grímu­skylda innan­dyra. Nokkrar verslanir hafa til­kynnt að þær muni ekki krefjast þess að við­skipta­vinir þeirra þurfi að nota grímur en að­spurður um málið segir Þór­ólfur það aldrei hafa verið til­mælin.

„Grímu­skylda er að­eins í al­mennings­sam­göngum og svo á stórum við­burðum innan­dyra, það er eini staðurinn, og eins ef ekki er hægt að upp­fylla þessa eins metra reglu þá höfum við bent á grímurnar, annars ekki,“ segir Þór­ólfur. Hann segir þó ljóst að til að byrja með hafi reglurnar verið ruglings­legar.

Að­spurður um hvort hann telji grímurnar séu komnar til að vera í ein­hvern tíma segist Þór­ólfur telja að það verði eitt­hvað á­fram.

„Ég verð nú bara að segja það að mér finnst grímu­notkun ekki vera mjög í­þyngjandi fyrir flesta en mér er er alveg ljóst að menn hafi mjög á­kveðnar skoðanir á því á því,“ segir Þór­ólfur. „En ef að það er mest í­þyngjandi að­gerðin, hvort að grímur séu notaðar eða ekki, þá held ég að við séum bara í til­tölu­lega góðum málum.“