Tveir karlmenn voru handteknir og annar þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning af OxyContin töflum.

Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi er á þrítugsaldri. Hann var færður fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og úrskurðaður í varðhald til 7. september næstkomandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Málið má rekja til þess þegar tollurinn fann fimm þúsund 80 mg töflur af OxyContin sem bárust til landsins með pósti.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til rannsóknar.