Karl­maður á fer­tugs­aldri var á mánu­dag í Héraðs­dómi Reykja­ness úr­skurðaður í fjögurra daga gæslu­varð­hald til 10. desember. Var það gert á grund­velli rann­sóknar­hags­muna að kröfu Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í þágu rann­sóknar hennar á ætluðu kyn­ferðis­broti. Úr­skurðurinn hefur verið kærður til Lands­réttar að því er segir í til­kynningu frá lög­reglu.

Sam­kvæmt frétt RÚV er maðurinn grunaður um að nauðga stúlku á ung­lings­aldri á höfuð­borgar­svæðinu liðna helgi. Sam­kvæmt heimildum RÚV komst hann í sam­band við stúlkuna á sam­fé­lags­miðli og þau mæltu sér mót. Hann mun svo hafa brotið gegn henni er þau hittust.

Lög­regla mun ekki veita frekari upp­lýsingar um málið að svo stöddu.