Í dag var karl­maður á þrí­tugs­aldri úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 15. apríl. Maðurinn er grunaður um frelsis­sviptingu, í­trekuð brot gegn nálgunar­banni, hótanir og eigna­spjöll.

Í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu kemur fram að Lands­réttur úr­skurði manninn í gæslu­varð­hald en héraðs­dómur hafnaði kröfu lög­reglunnar fyrir helgi. Meint brot mannsins voru framin á rúm­lega þriggja og hálfs mánaða tíma­bili, eða frá því í lok nóvember á síðasta ári og fram í miðjan mars á þessu ári.

Hann hefur stöðu sak­bornings í sex öðrum málum, sem eru til með­ferðar hjá lög­reglu.

Fréttin hefur verið uppfærð.