Karl­maður á sjö­tugs­aldri var í dag í Héraðs­dómi Reykja­víkur úr­skurðaður í fjögurra vikna gæslu­varð­hald, til 6. janúar, að kröfu Lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni.

Maðurinn er grunaður um fjöl­mörg brot gegn börnum, það er blygðunar­semis- og barna­verndar­laga­brot. Auk þess er hann grunaður um að hafa reynt að mæla sér mót við börn í kyn­ferðis­legum til­gangi.

Héraðs­dómur féllst á kröfu lög­reglu­stjóra eins og hún var sett fram, að upp­fyllt séu skil­yrði um að ætla megi að kærði haldi á­fram brotum á meðan málum hans er ekki lokið og að nauð­syn­legt sé að verja aðra gegn brotum hans. Úr­skurðurinn hefur verið kærður til Lands­réttar.

Lög­reglan hyggst ekki veita frekari upp­lýsingar um málið að svo stöddu.