Kona sem sak­felld var í héraðs­dómi Reykja­ness fyrr á þessu ári fyrir man­sal hefur verið úr­skurðuð í far­bann þar til í mars. Konan bíður þess að mál hennar fari fyrir Lands­rétt en hún var sak­felld í héraði fyrir man­sal, brot í nánu sam­bandi og peninga­þvætti. Far­bannið var stað­fest í Lands­rétti í vikunni.

Konan neyddi fjögur stjúp­börn sín til að vinna í allt að þrettán klukku­tíma á dag sex eða sjö daga vikunnar og nýtti sér laun þeirra í eigin þágu. Þá gerði hún í­trekað lítið úr börnunum og frammi­stöðu þeirra og kallaði þau aumingja og öskraði á þau heima og á vinnu­stað þeirra. Hún bannað þeim að stunda tóm­stundir og að tveimur þeirra að fara í fram­halds­skóla

Hún var gift föður þeirra og fékk dvalar­leyfi fyrir þau á landinu. Hún er ís­lenskur ríkis­borgari en er með sterk tengsl við annað land og á þar fast­eign sem hún keypti með peningum sem hún svindlaði af börnunum en það voru alls um sex­tán milljónir ís­lenskra króna. Það segir því í dómi að hætta sé á að konan fari af landi og til að tryggja að hún verði á landinu þegar málið er tekið fyrir í Lands­rétti í janúar á næsta ári.