Kona sem sakfelld var í héraðsdómi Reykjaness fyrr á þessu ári fyrir mansal hefur verið úrskurðuð í farbann þar til í mars. Konan bíður þess að mál hennar fari fyrir Landsrétt en hún var sakfelld í héraði fyrir mansal, brot í nánu sambandi og peningaþvætti. Farbannið var staðfest í Landsrétti í vikunni.
Konan neyddi fjögur stjúpbörn sín til að vinna í allt að þrettán klukkutíma á dag sex eða sjö daga vikunnar og nýtti sér laun þeirra í eigin þágu. Þá gerði hún ítrekað lítið úr börnunum og frammistöðu þeirra og kallaði þau aumingja og öskraði á þau heima og á vinnustað þeirra. Hún bannað þeim að stunda tómstundir og að tveimur þeirra að fara í framhaldsskóla
Hún var gift föður þeirra og fékk dvalarleyfi fyrir þau á landinu. Hún er íslenskur ríkisborgari en er með sterk tengsl við annað land og á þar fasteign sem hún keypti með peningum sem hún svindlaði af börnunum en það voru alls um sextán milljónir íslenskra króna. Það segir því í dómi að hætta sé á að konan fari af landi og til að tryggja að hún verði á landinu þegar málið er tekið fyrir í Landsrétti í janúar á næsta ári.