Óskar Hrafn Þor­valds­son, sam­skipta­stjóri VÍS, segir að viður­kenndar að­ferðir séu notaðar við að laga brotna barna­bíl­stóla. Hann full­yrðir að öryggi hafi ekki verið ógnað þegar barna­bíl­stóll brotnaði á dögunum.

Frétta­blaðið greindi frá því í gær að barna­bíl­stóll hafi brotnað eftir að hafa orðið fyrir smávægilegu hnjaski. Harpa Reynis­dóttir vakti at­hygli á málinu, sem sagðist hafa rekist laus­lega í stólinn með fyrr­nefndum af­leiðingum. Þá tók hún jafn­framt eftir því að stóllinn hafði verið teipaður saman.

Óskar Hrafn segir ekkert ó­eðli­legt við að stóllinn hafi verið teipaður, né að frauð­plastið hafi gefið sig. „Það er í eðli frauð­plasts að brotna ef það lendir í ein­hverju, sem er senni­lega betra en ef það veitti við­stöðu við að skella á eitt­hvað,“ segir Óskar.

„Við­gerð á frauð­plasti eins og sést á myndunum hjá Hörpu er viður­kennd að­ferð frá fram­leiðanda stólanna til að gera við plastið. Við notum þar­til­gert lím og í sumum til­fellum teip,“ segir hann. Aug­ljóst sé að við­gerðin sé ekki vanda­málið.

„Þegar teip er notað er það venju­lega bara til að tryggja þetta betur,“ segir hann. Frauð­plastinu sé fyrst skeytt saman með heitu lími og síðan límt yfir ef þörf sé á.

„Í fyrsta skipti sem svona mál kom upp höfðum við sam­band við fram­leiðanda sem mældi með þessum að­ferðum. Við förum bara eftir leið­beiningum frá þeim.“

Óskar segir að búið sé að hafa sam­band við Hörpu og út­­skýra fyrir henni hvernig í pottinn sé búið. „Frauð­plastið er bara fyrir þægindi og ekkert annað,“ segir Óskar og bætir við að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þessi um­­ræða komi upp. Reglu­­lega sé skipt stólunum skipt út. „Þetta tengist ekki aldri stólanna á neinn hátt heldur ein­fald­­lega því að þetta plast er til þæginda,“ í­trekar Óskar.

Tvær hliðar á málinu

Hann segist skilja að við­­­skipta­vinum gæti brugðið þegar barna­bíl­­­stólar brotna. „Það eru eðli­­­leg við­­­brögð en það eru yfir­­­­­leitt tvær hliðar á málinu.“ Fyrir­­­­­tæki gangi ekki út frá því að reyna að klekkja á við­­­skipta­vinum sínum. „Það eru góðar og gildar á­­­stæður fyrir hlutunum.“
Hann segir allar á­kvarðanir er varði barna­bíl­­­stóla séu teknar með öryggi barna að leiðar­­­ljósi. „Menn eru aldrei að horfa á þetta út frá því að geta sparað ein­hverja tí­kalla og taka á­hættu á því að barn geti slasast al­var­­­lega,“ segir hann og tekur fram að á­­­stand stólanna sé á­vallt at­hugað áður en þeir séu leigðir út aftur. „Við myndum aldrei vera með stóla sem eru orðnir úr­­­eltir.“

Öllum ferlum fylgt

Óskar kvaðst ekki geta svarað hvers vegna á­­­kveðið var að nota barna­bíl­­­stóla með frauð­plasti frekar öðrum efnum. „Þegar VÍS tók á­­­kvörðun um að leigja út bíl­­­stóla var það vegna þess að gæði þeirra stóla sem voru á markaðnum voru ein­fald­­­lega ekki nógu góð.“
Þá hafi notkun barna­bíl­­­stóla aukist til muna á síðustu árum. „Það hefur alla tíð verið mikil á­­­nægja með þessa stóla. Í öll þau ár sem að VÍS hefur verið með stólana til leigu hefur öllum ferlum verið fylgt,“ segir hann. Börn hafi á­vallt verið örugg í bíl­­­stólunum.
VÍS tók þá á­­­kvörðun síðast­liðinn apríl að hætta út­­­leigu á barna­bíl­­­stólum. Þeir sem voru með stól á leigu gátu þó notað bíl­­­stólinn eins lengi og þörf væri á, en ekki skipt út fyrir nýjan.