Dómur Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu í hinu svo­kallaða Lands­réttar­máli verður til um­ræðu á Al­þingi klukkan 14. Þar mun Katrín Jakobs­dóttir forsætisráðherra flytja munn­lega skýrslu og fara yfir við­brögð stjórn­valda við dómnum. 

Mann­réttinda­dóm­stóllinn komst á þriðju­daginn í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að skipan fimm­tán dómara við Lands­rétt, að til­lögu Sig­ríðar Á. Ander­sen, þá­verandi dóms­mála­ráð­herra, hafi verið and­stæð lögum. 

Ó­vissa er uppi um Lands­rétt, milli­dóm­stigið sem tók til starfa í byrjun árs 2018. Fjórir dómarar við réttinn, sem Sig­ríður skipaði þvert á mat hæfis­nefndar, munu ekki taka þátt í dóm­störfum ó­tíma­bundið. 

Há­vær krafa var uppi um að Sig­ríður ætti að segja af sér og fór svo að hún til­kynnti um af­sögn sína á mið­viku­dag, degi eftir að dómur féll. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, sem fyrir er ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra hefur nú tekið við dóms­málunum tíma­bundið, til nokkurra vikna hið minnsta. 

Hægt verður að fylgjast með um­ræðunni í þinginu í mynd­bands­spilaranum hér fyrir neðan klu­kkan 14 þegar þing­fundur hefst.