Fyrsta mannaða geims­kot Banda­ríkjanna í tæpan ára­tug gæti átt sér stað í kvöld, klukkan 19:22 að ís­lenskum tíma. Bein út­sending NASA og SpaceX vegna skotsins hefst á slaginu kl. 15:00 og geta les­endur fylgst með hér að neðan.

Líkt og fram hefur komið var skotinu frestað síðasta mið­viku­dag vegna veðurs. Um helmings­líkur eru á því að hið sama verði upp á teningnum í kvöld. Þetta segir Jim Briden­stine, yfir­maður NASA.

Ekki ein­göngu þarf að huga að veðrinu á skot­staðnum, við Kenne­dy Center í Flórída. Einnig þurfa for­svars­menn NASA og SpaceX að spá í veðrinu við strendur Flórída, fari svo að geim­fararnir Dog Hurl­ey og Bob Behn­ken þurfi að nauð­lenda í At­lants­hafinu.

Geims­kotið er liður í á­ætlun ríkis­stjórnar Banda­ríkjanna um að koma geim­förum aftur til tunglsins árið 2024. Banda­ríkin hafa ekki skotið upp geim­förum síðan árið 2011, þegar Apollo verk­efnið svo­kallaða var lagt á hilluna.