Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:03 í dag í Katrínartúni 2.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála, varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

Gestur fundarins verður Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.

Sýnt verður beint frá fundinum hér að neðan kl. 14:03.