Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, flytur í kvöld stefnu­ræðu sína á Al­þingi. Þar næst fara fram um­ræður for­svars­manna stjórn­mála­flokkanna um stefnu­ræðuna.

Um­ræðurnar munu skiptast í þrjár um­ferðir, fær hver þing­flokkur átta mínútur í fyrstu um­ferð, fimm mínútur í annarri um­ferð og fjórar mínútur í þriðju um­ferð en for­sætis­ráð­herra hefur sex­tán mínútur fyrir fram­sögu.

Röð flokkanna er í öllum um­ferðum þessi:
• Vinstri­hreyfingin – grænt fram­boð
• Mið­flokkurinn
• Sam­fylkingin
• Sjálf­stæðis­flokkur
• Píratar
• Fram­sóknar­flokkur
• Við­reisn
• Flokkur fólksins

Ræðu­menn:

Ræðu­menn fyrir Vinstri­hreyfinguna – grænt fram­boð verða Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra í fyrstu um­ferð, Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra í annarri um­ferð og Kol­beinn Óttars­son Proppé, 6. þm. Reykja­víkur­kjör­dæmis suður, í þriðju um­ferð.

Ræðu­menn Mið­flokksins verða í fyrstu um­ferð Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, 3. þing­maður Norð­austur­kjör­dæmis, Ólafur Ís­leifs­son, 10. þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis norður, í annarri um­ferð og Birgir Þórarins­son, 3. þing­maður Suður­kjör­dæmis, í þriðju um­ferð.

Ræðu­menn Sam­fylkingarinnar verða í fyrstu um­ferð Logi Einars­son, 5. þing­maður Norð­austur­kjör­dæmis, í annarri um­ferð Helga Vala Helga­dóttir, 4. þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis norður, og Odd­ný G. Harðar­dóttir, 6. þing­maður Suður­kjör­dæmis, í þriðju um­ferð.

Ræðu­menn fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn verða Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, í fyrstu um­ferð, Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra, í annarri um­ferð og Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra í þriðju um­ferð.

Fyrir Pírata tala Hall­dóra Mogen­sen, 11. þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis norður, í fyrstu um­ferð, Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, 4. þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis suður, í annarri um­ferð og Björn Leví Gunnars­son, 11. þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis suður, í þriðju.

Fyrir Fram­sóknar­flokkinn tala Sigurður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra, í fyrstu um­ferð, í annarri um­ferð Lilja Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, og í þriðju um­ferð Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra.

Ræðu­menn Við­reisnar verða í fyrstu um­ferð Þor­gerður K. Gunnars­dóttir, 7. þing­maður Suð­vestur­kjör­dæmis, í annarri Jón Stein­dór Valdimars­son, 13. þing­maður Suð­vestur­kjör­dæmis, og í þriðju um­ferð Þor­steinn Víg­lunds­son, 7. þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis norður.

Fyrir Flokk fólksins talar Inga Sæ­land, 8. þing­maður Reykja­víkur­kjör­dæmis suður, í fyrstu og þriðju um­ferð en Guð­mundur Ingi Kristins­son, 12. þing­maður Suð­vestur­kjör­dæmis, í annarri um­ferð.