Umhverfisþing Pírata hófst klukkan 11 í dag og verður í beinustreymi til klukkan 14. Hægt er að fylgjast með þinginu hér að neðan.

Á þinginu í dag taka m.a. til máls:
Andri Snær Magnason, rithöfundur

Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í sjálfbærnivísindum og sérfræðingur í velsældarhagkerfinu

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar

Logi Unnarson Jónsson, stjórnarmaður í Hampfélaginu

Geir Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur

Píratar í beinni from Píratar on Vimeo.

Að loknum framsögum Andra Snæs, Kristínar Völu og Halldóru Mogensen býðst áhorfendum tækifæri á að taka þátt í umræðum og senda framsögufólkinu spurningar. Sama fyrirkomulag verður að loknum framsögum þeirra Auðar Önnu Magnúsdóttur, Loga Jónssonar, Geirs Guðmundssonar og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur.

Þingið markar upphaf fundaraðar Pírata um umhverfis- og loftslagsmál sem lýkur með öðru umhverfisþingi í mars á næsta ári. Þar verður lögð fram til samþykktar meðal félagsmanna Pírata uppfærð umhverfis- og loftslagsstefna.

Umhverfisþingið í dag er fyrsti málfundurinn sem Píratar blása til um umhverfis- og loftslagsmál og verða aðrir fundir kynntir nánar þegar nær dregur. Fundirnir verða innlegg í uppfærða stefnu Pírata fyrir komandi þingkosningar, þeir eru opnir öllum og er þetta því tækifæri fyrir fólk til að hafa bein áhrif í aðdraganda kosninga.