Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, takast á í fyrstu kappræðum fyrir forsetakosningarnar klukkan 01:00 að íslenskum tíma. Kapp­ræðurnar fara fram í Cle­veland í Ohio og mun Chris Wallace frá FOX News stýra um­ræðunum en umræðuefni kvöldsins eru:

  • Af­rek Trump og Biden
  • Hæsti­réttur Banda­ríkjanna
  • Kórónu­veiran
  • Mót­mæli gegn kyn­þátta­hatri og ó­eirðir í borgum Banda­ríkjanna
  • Heilindi kosninga
  • Efna­hags­mál

Hægt er að fylgjast beint með kappræðunum hér fyrir neðan.