Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., keppir nú fyrir hönd Íslands í heimsmeistaramótinu í Luftgítar sem fer fram í Oulu í Finnlandi.

Sigríður Erna Valgeirsdóttir, móðir Steinda, er stödd í Finnlandi með syni sínum en hún er einnig rótari hans.

Steindi fór með sigur úr býtum í Íslandsmeistarakeppninni á Eistnaflugi síðastliðinn júlí.

Heimsmeistarakeppnin hefur verið haldin árlega í Oulu frá árinu 1996 og eru 10 lönd skráðir þátttakendur í keppninni auk Finnlands en það eru Ísland, Ástralía, Bretland, Japan, Kanada, Þýskaland, Frakkland , Suður-Kórea, Tæland og Bandaríkin.

Sjáðu keppnina í beinni hér fyrir neðan.