Lenovo deildin hefst í annað sinn í dag

Deildin er samstarfsverkefni Rafíþróttasamtaka Íslands og Lenovo á Íslandi. Byrjað verður á að spila League of Legends og seinna í kvöld verður skiptum yfir í Counter-Strike. Sex lið keppa í hvorum leik.

Fyrsta leik dagsins verður ekki streymt en það eru liðin „Team Winners Table “ og „ FH Esports “ sem mætast og opna Lenovo deildina að nýju.

Hægt er að fylgjast með og styðja liðin hér.