Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, situr fyrir svörum frá breska þinginu vegna ó­lög­legs veislu­halds síðast­liðið sumar, þegar strangar sam­komu­tak­markanir voru í gildi í landinu.

Í spilaranum hér að neðan má sjá rás breska þingsins í beinni. Fundurinn hefst klukkan tólf.

John­sons hefur verið harð­­lega gagn­rýndur í breskum fjöl­­miðlum eftir að upp komst um partý sem var haldið á heimili hans við Downing­stræti 10 í miðju sam­komu­banni. Talið er að allt að 100 manns hafi verið boðið í veisluna.

Að sögn vitna voru for­­sætis­ráð­herrann og kona hans á meðal þeirra þrjá­tíu gesta sem mættu í partýið en John­son hefur sjálfur gert grein fyrir við­veru sinni.

Frétta­miðillinn ITV News komst yfir tölvu­­póst frá aðal­­­ritara Boris John­son þar sem fólki var boðið í „drykki með fjar­lægðar­tak­­mörkunum“ að Downing­stræti 10 og hvatt til að mæta með sína eigin drykki.

„Í kjöl­far ein­stak­­lega anna­­sams tíma­bils á­kváðum við að not­­færa okkur þetta dá­­sam­­lega veður og bjóða í drykki með fjar­lægðar­tak­­mörkunum í garðinum að nr. 10 í kvöld,“ segir í tölvu­­póstinum.

Sama dag og boðið var sent út í­trekaði lög­reglan í Lundúnum að fólk mætti að­eins fara út úr húsi til að slaka á eða stunda líkams­­rækt eitt á ferð, með sam­býlis­­fólki sínu eða með einni mann­eskju frá öðru heimili.