Til einstaklinga seldust 525 nýir fólksbílar í október samanborið við 369 á sama tíma í fyrra og er því aukning í sölu til einstaklinga rúmlega 42% milli ára í október. Það sem af er ári hafa selst 4.856 nýir fólksbílar til einstaklinga en í fyrra á sama tíma var búið að selja 4.357 nýja fólksbíla sem þýðir aukningu í sölu til einstaklinga um 11,5% það sem af er ári. Almenn fyrirtæki (önnur en ökutækjaleigur) keyptu 134 nýja fólksbíla í október í ár miðað við að hafa keypt 217 bíla í október í fyrra. Það sem af er ári hafa selst 1.625 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja en í fyrra á sama tíma voru seldir 1.729 nýir fólksbílar og er því samdráttur í sölu nýrra fólksbíla til fyrirtækja 6,0% það sem af er ári. Nýorkubílar (rafmagns, tengiltvinn, hybrid, metan) eru rúmlega 69% allra seldra nýrra fólksbíla á árinu en hlutfall nýorkubíla heldur áfram að aukast jafnt og þétt enda er vöruúrval stöðugt að aukast með fleiri valkostum (rafmagn 24,82%, tengiltvinn 24,87% og hybrid 19,54%) en þetta hlutfall var í heildina 54,25% á sama tíma á síðasta ári. Enn fleiri velja nú annaðhvort hreina rafmagnsbíla eða tengiltvinnbíla enda heldur hlutfall aksturs á rafmagni tengiltvinnbíla áfram að aukast með aukinni drægni og betri tækni. Flest allir tengiltvinnbílar hafa orðið það mikla drægni í akstri á rafmagni eingöngu að það dugar til daglegrar notkunar flestra og þá sérstaklega við akstur innanbæjar. Hlutfall nýorkubíla seldum í október er um 84,5%.