Á bílasýningunni í Frankfurt sem haldin verður dagana 10.-22. september, hyggst Hyundai kynna nýja og breytta hönnun sem tileinkuð verður rafbílum fyrirtækisins í framtíðinni. Enda þótt skarpar línur í hönnun hugmyndabílsins sæki greinilega innblástur til hreinna lína og naumhyggju Pony Hatchback, fyrsta fjöldaframleidda fólksbílsins frá Hyundai frá áttunda áratugnum.

Hyundai 45, eins og rafknúni hugmyndabíllinn kallast, endurspeglar áherslu Hyundai á framsækna hönnun um leið og núverandi megineinkenni núverandi kynslóða um sportlega ásýnd, góð afköst og mikla akstursánægju munu halda gildi sínu í næstu kynslóðum. Hulunni verður svipt af Hyundai 45 að morgni þriðjudags 10. september í sýningarsal framleiðandans í Frankfurt ásamt ýmsum nýjum framtíðarhugmyndum á tæknisviði sem Hyundai hyggst kynna í nýjum bílum í nánustu framtíð.