Alls eru 37.366 Hyundai Kona EV í Evrópu og hefur nokkur fjöldi þeirra verið seldur hérlendis. Að sögn Heiðars Sveinssonar, framkvæmdastjóra Hyundai á Íslandi, hafa engin tilvik sem þessi komið upp hér á landi. „Við erum að skoða þessi mál með Hyundai Europe til að af la frekari upplýsinga um hvort innkallanirnar eigi við um bíla hér. Jafnskjótt og þau svör liggja fyrir og í ljós kemur að innkalla þurfi bíla á Íslandi munum við grípa til ráðstafana í samræmi við fyrirmæli framleiðandans og gera eigendum viðvart. Við munum að sjálfsögðu taka þetta mál föstum tökum ef kemur í ljós að þetta eigi við hér á landi,“ segir Heiðar.

Samkvæmt samgönguráðuneyti Suður-Kóreu er innköllunin vegna hugsanlegs skammhlaups í gallaðri raf hlöðu bílsins sem leitt getur til bruna. Alls hafa 16 Hyundai Kona EV brunnið á heimsvísu samkvæmt kóresku fréttastofunni Yonhap. Einn bruninn átti sér stað í kóresku borginni Daegu í maí þar sem kviknaði í bílnum í bílageymslu, en bíllinn var í hleðslu á hraðhleðslustæði. LG Chem, sem er framleiðandi raf hlaða í Hyundai Kona EV, segir að ekki sé galla í raf hlöðu um að kenna og að endanleg orsök sé enn óráðin. Bílar þeir sem innkallaðir verða í Suður-Kóreu munu fá uppfærslu á hugbúnaði og verður skipt um rafhlöðu í völdum bílum eftir skoðun. Áætlað er að þetta muni kosta Hyundai um 600 milljarða wona, eða yf ir 72 milljarða íslenskra króna.