Þrátt fyrir að útlitsbreytingin sé ekki mikil fær hann sportlegra útlit með nýjum ljósum, stuðurum og 15 tommu álfelgum. Komin er díóðulýsing í innanrýmið og nýr ökumannsskjár ásamt átta tommu margmiðlunarskjá í miðjustokki. Apple CarPlay og Android Auto er nú staðalbúnaður. Einnig hefur öryggisbúnaður verið aukinn með árekstrarvara og veglínuskynjara. Búast má við sömu vélum áfram en sú öflugasta er þriggja strokka vél með forþjöppu sem skilar 99 hestöflum.