Bíllinn minnir mjög mikið á Prophecy-tilraunabílinn en er með hærra þaki en hann. Bíllinn er mjög ólíkur Ioniq 5 en sjá má líkindi í ljósabúnaði til að mynda. Mikil áhersla er lögð á lágan vindstuðul og þess vegna má sjá innfelld hurðarhandföng og myndavélar í stað hliðarspegla. Loftmótstaða bílsins er aðeins 0,21 Cd sem mun örugglega gefa honum meira drægi en Ioniq 5. Ekkert verð eða tækniupplýsingar hefur enn verið gefið upp fyrir bílinn en hann mun fara í sölu í lok ársins og verða fyrstu bílarnir afhentir snemma á næsta ári.
Kúpulaga útlitið frá Prophecy tilraunabílnum heldur sér en þakið hefur hækkað. MYND/HYUNDAI
Hyundai hefur frumsýnt næsta rafbíl merkisins sem heitir einfaldlega Ioniq 6 og er ætlað að keppa við Tesla Model 3. Bíllinn er 4.855 mm langur sem er 220 mm lengra en Ioniq 5, en jafnbreiður, enda notar hann sama undirvagn og rafhlöður. Það þýðir að um annað hvort 58 eða 77,4 kWst rafhlöður verður að ræða með möguleika á fjórhjóladrifi.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir