. Birst hafa myndir af bílnum á samfélagsmiðlum þar sem hann er vandlega falinn undir yfirbreiðslu. Auðvelt er þó að sjá útlínur bílsins sem eru algerlega ólíkar öðru sem komið hefur frá Hyundai á undanförnum árum. Greinilega má sjá risastóra vindskeið að aftan og það sést vel að um langan og lágan bíl er að ræða með löngu húddi sem að lækkar fram. Eins er hjólhafið þó nokkurt sem bendir til þess að um fekar stóran bíl sé að ræða. Hyundai hefur látið hafa eftir sér að næsti N-dagur muni sýna framtíð N-merkingarinnar á bílum Hyundai.

Einnig hafa birst myndir af hinum nýja Ioniq 6, einnig með stórum afturvæng sem gefur til kynna að einnig sé að vænta N-útgáfu hans. Hönnunardeild Hyundai í Evrópu hefur fengið meira frjálsar hendur til að koma með módel á markað sem ætluð eru sérstaklega fyrir Evrópu, og eru þessi N-módel hluti af þeim. Sem hluti af því stendur til að stækka prófunardeild Hyundai á Nurburgring um helming á næstunni.