Nýtt hraðamet var slegið hjá Hyperloop í gær þegar neðanjarðarvagn í háahraðagöngum náði upp í 463 kílómetra hraða. Um er að ræða verkefni í vinnslu frá Elon Musk, stofnanda geimferðafyrirtækisins SpaceX og rafmagnsbílaframleiðandans Tesla, hjá fyrirtæki hans The Boring Company.

Ekki er um heimsmet að ræða en það stend­ur enn óhaggað frá ár­inu 1997 þegar Thrust SSC flaug­ar­bíll­inn náði 1.210 km/​klst hraða og rauf hljóðmúrinn í leiðinni.

Keppni var haldin milli nemenda, sem keppast við að hanna vagna fyrir háhraðagöngin, rétt fyrir utan höfuðstöðvar SpaceX í Kaliforníu. Vagnarnir ferðuðumst um 1,2 kílómetra löng lofttæmd göng. Umræddur vagn sprakk rétt eftir að hafa slegið hraðametið.

Musk vill byggja byltingarkennt háhraða lestarsamgöngukerfi sem myndi gera almenningi kleift að ferðast á ógnarhraða milli staða. Vagn mun ferðast í göngum þar sem er lofttæmi og á að geta ferðast á 12000 km hraða. Er því enn langt í land.

Ýmsar þjóðir hafa sýnt verkefninu áhuga; mögulegar framkvæmdir um slík göng eru þegar komnar á teikniborðið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og vilja Norðmenn taka slíkar lestar í notkun fyrir árið 2037.

Elon Musk hefur komist að samkomulagi við stjórnvöld í Bandaríkjunum um að hefja bygginu á Hyperloop neðanjarðarlestinni milli New York, Philadelphia, Baltimore og höfuðborgarinnar Washington. Mun ferðatíminn milli New York til Washington styttast úr þremur klukkustundum og tuttugu mínútum niður í tuttugu og níu mínútur.