Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra, hefur til­kynnt Ólafi Helga Kjartans­syni lög­reglu­stjóra á Suður­nesjum, um flutning hans til em­bættis lög­reglunnar í Vest­manna­eyjum. Þetta herma heimildir Frétta­blaðsins.

Til­kynningin mun hafa komið til hans með form­legu bréfi þar sem fram kemur að flutningur Ólafs Helga til Eyja taki gildi strax um mánaða­mótin, fallist hann á að flytjast af fasta landinu og hefur hann því skamman tíma til að taka af­stöðu til þessara breytinga.

Hafni Ólafur breytingunum, kann að vera ein­faldara fyrir ráð­herra að gera við hann starfs­loka­samning. Ólafur Helgi verður 67 ára í septem­ber og er því kominn á leyfi­legan eftir­launa­aldur.

Eins og greint var frá í fjöl­miðlum í síðustu viku hefur ráð­herra þegar óskað eftir því að hann láti af störfum hjá lög­reglunni á Suður­nesjum, þar sem allt hefur logað í ill­deilum undan­farna mánuði.

„Ég tjái mig ekki um það,“ segir Ólafur Helgi Kjartans­son, inntur eftir upp­lýsingum um fyrir­hugaðan flutning hans. Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, dóms­mála­ráð­herra hefur ekki svarað fyrir­spurnum Frétta­blaðsins um málið.

Staðan í Eyjum laus

Miklar hrókeringar hafa verið hjá lög­reglu­stjórum á undan­förnum misserum en Páley Berg­þórs­dóttir lét af em­bætti lög­reglu­stjóra í Vest­manna­eyjum fyrr í sumar þegar hún var skipuð lög­reglu­stjóri á Norður­landi eystra.

Halla Berg­þóra Björns­dóttir sem gegnt hafði stöðu lög­reglu­stjóra fyrir norðan var skipuð lög­reglu­stjóri á Höfuð­borgar­svæðinu eftir að Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir lét af því em­bætti og var skipuð ríkis­lög­reglu­stjóri.

Arn­dís Bára Ingi­mars­dóttir gegnir nú stöðu lög­reglu­stjórans í Vest­manna­eyjum en hún var sett yfir em­bættið tíma­bundið eftir að Páley fluttist norður. Hún var ráðin til starfa til lög­reglunnar á Vest­manna­eyjum árið 2016 og hefur síðan starfað á á­kæru­sviði em­bættisins.

Hulda Elsa leysi af á Suðurnesjum

Eftir að Sig­ríður Björk tók við em­bætti ríkis­lög­reglu­stjóra var Hulda Elsa Björg­vins­dóttir, yfir­lög­fræðingur á­kæru­sviðs lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, sett lög­reglu­stjóri hjá em­bættisins tíma­bundið og herma heimildir að hún komi mjög til greina sem lög­reglu­stjóri á suður­nesjum, tíma­bundið.