Guð­mundur Gunnars­son, odd­viti Við­reisnar í Norð­vestur­kjör­dæmi fyrir síðustu Al­þingis­kosningar, mun ekki sætta sig við að seinni talningin gildi í kjör­dæminu sínu. Hann hyggst vísa málinu til Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu, fari svo að Al­þingi stað­festi seinni talninguna.

RÚV greindi fyrst frá þessu í kvöld.

Við­búið er að undir­búnings­nefnd kjör­bréfa­nefndar muni skila á­liti til Al­þingis snemma í komandi viku. Greint hefur verið frá að unnið verði að tveimur til­lögum: annars vegar að seinni talningin í Norð­vestur­kjör­dæmi gildi og hins vegar að kosið verði aftur í kjör­dæminu. Al­þingi tekur á­kvörðun um málið síðar í vikunni.

Allar líkur eru taldar á að meiri­hluti sé fyrir því að láta seinni talninguna gilda.

Guð­mundur var einn af þeim sem missti þing­sæti sitt í kjöl­far seinni­talningarinnar. Hann er auk þess einn af þeim sem kært hafa talninguna.

Í við­tali við RÚV sagðist Guð­mundur neita að trúa að Ís­lendingar geti sætt sig við að láta seinni talninguna gilda. Fyrir honum er ekkert annað í boði en að „ganga alla leið“ og fara með málið til MDE, ef til þess kemur.

Þá kveðst Guð­mundur í sam­tali við RÚV vera sann­færður um að dóm­stóllinn muni ekki um­bera þá lítils­virðingu sem kjós­endum hafi verið sýnd.