Mennta- og barna­mála­ráðu­neytið hyggst leggja fé til stuðnings þeirra sveitar­fé­laga þar sem börn á flótta frá Úkraínu og fjöl­skyldur þeirra eru með bú­setu. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá Mennta- og barna­mála­ráðu­neytinu.

Í til­kynningunni segir að mark­miðið sé að brúa bilið fram að hausti með tíma­bundnum stuðningi við mót­töku barnanna og skóla­starf til að stuðla að virkri þátt­töku þeirra.

Þá segir að stutt verði við fjöl­breytt náms- og fé­lags­leg úr­ræði sem mæti þörfum ó­líkra aldurs­hópa barna og ung­menna 18 ára og yngri, á borð við frí­stunda­starf, sumar­skóla, vinnu­skóla, í­þrótta- og æsku­lýðs­starf, lífs­leikni­nám­skeið og virkni yngstu barnanna svo fátt eitt sé nefnt. Sveitar­fé­lög geti sótt um fjár­hags­legan stuðning sem nemur allt að tvö hundruð þúsund krónum á hvert barn upp að á­tján ára aldri.