Rússar hyggjast reyna sækja bandarískan dróna af gerðinni MQ-9 Reaper sem féll í Svartahaf á þriðjudag.

Dróninn er talinn hafa hrapað í sjóinn eftir að rússnesk orustuþota lenti í árekstri við hann, að því er fram kemur á vef BBC.

Haft er eftir yfirmanni öryggisráðs Rússa, Nikolaj Patrúsjev, að Rússar séu að reyna að finna vélina.

Flug drónans sé sönnun þess að Bandaríkjamenn taki þátt í átökunum í Úkraínu.

Bandaríkjamenn halda því fram að dróninn hafi verið að sinna venjubundnu störfum yfir alþjóðlegu hafsvæði.