Alþýðubandalag Íslands hyggst ekki skrifa undir skýrslu samráðshóps stjórnvalda um breytt framfærslukerfi almannatrygginga. Það mun Öryrkjabandalag Íslands heldur ekki gera, þó formaður ÖBÍ hafi tekið virkan þátt í starfi hópsins. Þetta kemur fram í frétt á vef ÖBÍ.

Lausir endar eru of margir, að mati ÖBÍ. „Mannsæmandi afkoma er ekki tryggð. Krónu-á-móti-krónu skerðing verður ekki afnumin skilyrðislaust. Ekki er tekið á samspili lífeyriskerfisins og almannatrygginga, vinnumarkaðsmálin óklár, og svona má áfram telja,“ segir í fréttinni.

Fram kemur að hægt sé að afnema krónu-á-móti-krónu skerðingar strax, ef vilji er fyrir hendi. Núverandi ríkisstjórn ríghaldi hins vegar í kröfu um að skerðingin, sem ÖBÍ kallar kerfisbundið ofbeldi, verði ekki afnumið nema ÖBÍ fallist á að taka upp svokallað starfsgetumat „og breiði faðminn á móti nýju framfærslukerfi almannatrygginga“. Ekki sé til umræðu að afnema óréttlætið. „Það er bara „computer says no““.