Ljós­mæðra­fé­lag Ís­lands segir að það sé ekki á­sættan­leg eða örugg þjónusta að færa þjónustu við fjöl­skyldur á með­göngu, í fæðingu og sængur­legu inn á vakt­her­bergi eða setu­stofu ljós­mæðra.

Þetta segir fé­lagið í yfir­lýsingu sem það sendir frá sér í kjöl­far við­tals við Díönu Óskars­dóttur, for­stjóra Heil­brigðis­stofnunar Suður­lands, á RÚV í gær­kvöldi.

Þar var greint frá því að þrengja þurfi að fæðingar­þjónustu og fækka skrif­stofum á Heil­brigðis­stofnun Suður­lands til að koma fyrir 15 sjúk­lingum af Land­spítala.

Fé­lagið segir að með þessari til­færslu verði til hætta á því að fjöl­skyldur veigri sér við því að sækja þá þjónustu sem veitt er við þessar að­stæður.

Fé­lagið hvetur yfir­völd og stjórn Heil­brigðis­stofnun Suður­lands til að leysa vanda­mál LSH með öðrum hætti en að vega að grunn­heil­brigðis­þjónustu barns­hafandi kvenna á Suður­landi.