Einn þekktasti leik­hópur Hvíta-Rúss­lands, Belarus Free Theat­re (BFT), hefur tekið þá á­kvörðun að koma sér fyrir utan heima­landsins en leik­hópnum hefur í raun verið út­hýst úr Hvíta-Rúss­landi vegna and­stöðu yfir­valda við list­sköpun þeirra.

Leik­hópurinn hefur undan­farin sex­tán ár notað sýningar sínar til að berjast fyrir mál­frelsi, jafn­rétti og lýð­ræði innan sem utan Hvíta-Rúss­lands og hafa með­limir hans verið mjög gagn­rýnir á ein­ræðis­herrann Alex­and­er Lúka­sjen­kó sem stjórnað hefur landinu síðan 1994. Fyrir það hafa með­limir mátt sæta harðri mót­stöðu hvít­rúss­neskra yfir­valda og er BFT eini evrópski leik­hópurinn sem er bannaður af pólitískum á­stæðum.

BFT eru nú stödd í London að æfa verkið Dogs of Europe sem verður sýnt í Bar­bi­can leik­húsinu á næsta ári og hafa sex­tán með­limir hópsins auk níu fjöl­skyldu­með­lima á­kveðið að þau geti ekki snúið aftur til heima­landsins vegna þess að hættan um refsi­að­gerðir yfir­valda sé of mikil.

BFT hafa ekki á­kveðið hvar þau munu setja upp nýjar höfuð­stöðvar hópsins en verið er að skoða Pól­land og önnur lönd í Austur-Evrópu. Hópurinn hefur úti­lokað að sækja um hæli í Bret­landi, hvar þau hafa tíma­bundið at­vinnu­leyfi á meðan þau vinna að sýningunni í Bar­bi­can, því það myndi þýða að BFT yrði bannað að vinna á meðan á um­sóknar­ferlinu stæði, sem gæti tekið meira en ár.

Nikolai Khalezin og Natalia Kaliada, listrænir stjórnendur BFT, hafa verið í útlegð í London frá árinu 2011.
Fréttablaðið/Getty

Óttast of­sóknir og pyndingar

Nokkrir með­limir BFT voru fangelsaðir í um­fangs­miklum mót­mælum sem áttu sér stað í landinu eftir að Lúka­sjen­kó lýsti yfir sigri í um­deildum for­seta­kosningum í ágúst 2020. Þá hafa tveir af stofn­með­limum hópsins, Natali­a Kali­ada og Nikolai Khalezin, verið í út­legð í London síðan 2011.

Kali­ada segir það vera for­dæmis­laust að árið 2021 sé leik­hópi út­hýst úr Evrópu­landi af ótta við of­sóknir og pyndingar.

„Það er skammar­legt að við skulum leyfa list­rænu frelsi og grund­vallar mann­réttindum að vera gjör­sam­lega virt að vettugi í landi sem er að­eins í þriggja klukku­tíma flug­ferð frá London,“ segir hún og bætir við að til­vist BFT og á­fram­haldandi vinna þeirra sé stærsta ógn ein­ræðis­ríkis.

Að sögn Kali­ada varð það deginum ljósara í kjöl­far mót­mælanna eftir for­seta­kosningarnar 2020 og mót­spyrnu yfir­valda við þeim að með­limir BFT þyrftu að flýja land. Stjórn­völd beittu sí­fellt harðari refsingum og hand­tóku fólk dag­lega. Með­limir hópsins flúðu Minsk í októ­ber með ó­líkum ferða­mátum og þurfti að smygla sumum þeirra úr landi. Öll skyldu þau eftir fjöl­skyldu­með­limi og ást­vini og gátu ekki tekið neitt með sér að undan­skildum fötum og nokkrum per­sónu­legum munum.

„Það var mjög sárt fyrir þau að yfir­gefa fjöl­skyldur sínar og þau upp­lifa mikla sektar­kennd,“ segir Kali­ada.

Hand­tekin og geymd í klefa með 35 manns

Svetlana Suga­ko, fram­kvæmda­stjóri BFT, var ein þeirra sem voru hand­tekin í ágúst 2020. Henni var haldið í fimm daga í þröngum fanga­klefa á­samt 35 öðrum ein­stak­lingum.

„Það var ekkert loft, í þrjár daga fengum við engan mat og þurftum að drekka skítugt vatn. Ég heyrði í fólki og öskra og æpa á meðan þau voru lamin. Maður veit ekki hvernig eða hve­nær það tekur enda. Ég vildi ekki yfir­gefa Hvíta-Rúss­land, en ég átti engra annarra kosta völ. Fram­tíðin er ó­ljós en ég er ál lífi,“ segir hún.

Með­limir BFT fengu sex mánaða vega­bréfs­á­ritun fyrir lista­menn á meðan þau vinna að Dogs of Europe í Bar­bi­can leik­húsinu en ó­ljóst er hver fram­tíð hópsins verður eftir það. Þau munu ferðast til Pól­lands síðar í þessum mánuði hvar þeim hefur verið boðið tíma­bundið hús­næði en munu snúa aftur til Bret­lands í febrúar.

„Við erum í limbói,“ segir Kali­ada. Sjá nánar í um­fjöllun The Guar­dian um Belarus Free Theat­re.