Hvirfilbylur olli mikilli eyðileggingu og slasaði fjölda fólks í vesturhluta Þýskalands í dag. Að sögn lögreglu hafa um fjörutíu manns slasast í þýsku borginn Paderborn í Norðurrín-Vestfalíu, þar af tíu alvarlega.

Einnig hefur verið tilkynnt um skemmdir vegna fárviðris í bænum Lippstadt nálægt Paderborn. Skólum í Köln var lokað fyrir hádegi svo nemendur gætu komist heim áður en stormurinn skylli á. Allir skólar stóðu lokaðir í héraðinu Ahrweiler, þar sem rúmlega 130 manns létust vegna hamfaraflóða síðasta sumar.