Að minnsta kosti sex létust og 12 manns særðust eftir hvirfil­byl sem reið yfir Suður­ríki Banda­ríkjanna í gær. Stormurinn geisaði bæði í Ala­bama og Georgíu og eyði­lagði meðal annars heimili og raf­orku­ver.

Veður­stofa Banda­ríkjanna greindi frá 33 mis­munandi stormum í gær og hefur einnig gefið út aðra við­vörun fyrir Georgíu, Suður-Karo­línu og Norður-Karo­línu fyrir næstu daga.

Íbúar Selmu gengu yfir Edmund-Pettus brúnna í fyrra til að minnast gönguna frægu.
EPA

Bærinn Selma í Ala­bama-fylki varð einnig fyrir barðinu á hvirfil­bylnum. Selma á sér fræga sögu í borgara­réttinda­hreyfingu sjöunda ára­tugarins en mjög blóðug átök áttu sér stað árið 1965 þegar Martin Lut­her King leiddi þúsundir mót­mælenda yfir Ed­mund-Pettus brúnna. Hönnun brúarinnar var þannig að mót­mælendur sáu ekki lög­reglu­mennina sem biðu eftir þeim fyrr en þau voru komin hálfa leið yfir hana og var dagurinn nefndur „Blóðugi sunnu­dagurinn“.

James Perkins, bæjarstjóri Selmu, sagði að enginn hafi látist í borginni sjálfri en mikið hafi verið um skemmdir.