Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands hvatti yfirvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi til þess að samþykkja umsókn Finnlands og Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO.
Af 30 ríkjum með aðild að NATO, hafa 28 samþykkt umsókn Finna og Svía. Tyrkland og Ungverjaland eru einu aðildarríkin sem ekki hafa samþykkt umsókn ríkjanna tveggja. Til þess að ríki geti fengið aðild þurfa öll ríki að samþykkja.
„Öll augu beinast nú að Ungverjalandi og Tyrklandi. Við bíðum eftir því að þessi lönd staðfesti umsókn okkar. Ég held að það væri mikilvægt að þetta myndi gerast helst fyrr en síðar,“ sagði Sanna Marin á blaðamannafundi í tengslum við fund Norðurlandaráðs í gær.
Finnland og Svíþjóð sóttu um aðild að NATO í maí fyrr á þessu ári og voru umsóknirnar viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu. Tyrkir stóðu í fyrstu gegn umsóknum ríkjanna en það var vegna þess að ríkin tvö taka á móti flóttamönnum frá Kúrdistan, sem Tyrkir segja vera hryðjuverkasamtök.