Sanna Marin, for­sætis­ráð­herra Finn­lands hvatti yfir­völd í Tyrk­landi og Ung­verja­landi til þess að sam­þykkja um­sókn Finn­lands og Sví­þjóðar um aðild að At­lants­hafs­banda­laginu, NATO.

Af 30 ríkjum með aðild að NATO, hafa 28 sam­þykkt um­sókn Finna og Svía. Tyrk­land og Ung­verja­land eru einu aðildar­ríkin sem ekki hafa sam­þykkt um­sókn ríkjanna tveggja. Til þess að ríki geti fengið aðild þurfa öll ríki að sam­þykkja.

„Öll augu beinast nú að Ung­verja­landi og Tyrk­landi. Við bíðum eftir því að þessi lönd stað­festi um­sókn okkar. Ég held að það væri mikil­vægt að þetta myndi gerast helst fyrr en síðar,“ sagði Sanna Marin á blaða­manna­fundi í tengslum við fund Norður­landa­ráðs í gær.

Finn­land og Sví­þjóð sóttu um aðild að NATO í maí fyrr á þessu ári og voru um­sóknirnar við­brögð við inn­rás Rússa í Úkraínu. Tyrkir stóðu í fyrstu gegn um­sóknum ríkjanna en það var vegna þess að ríkin tvö taka á móti flótta­mönnum frá Kúrdistan, sem Tyrkir segja vera hryðju­verka­sam­tök.