Út­göngu­bann tekur gildi í kvöld í New York borg og verður í gildi út vikuna vegna mót­mæla yfir dauða Geor­ge Floyd en út­göngu­bannið hefst klukkan 20 að staðar­tíma og lýkur klukkan 5 daginn eftir. Bill de Blasio, borgar­stjóri New York, hefur óskað mót­mælendur um að halda sig til hlés yfir þann tíma.

„Ef þú á­kveður að mót­mæla í dag, gerðu það yfir daginn og gerðu það, farðu svo heim því við eigum vinnu fyrir höndum í kvöld við að halda borginni frið­sam­legri,“ sagði de Blasio á blaða­manna­fundi í dag en hann sagðist viss um að í­búar myndu sigrast á á­standinu.

Skemmdarverk og ofbeldi gegn lögreglu

Fjöldi fólks mót­mælir nú dauða Floyd víðs vegar í Banda­ríkjunum en hann lést eftir að lög­reglu­maður kraup á hálsi hans í rúmar átta mínútur í síðustu viku. Skemmdar­verk hafa fylgt mót­mælunum í sumum til­fellum en einnig er um að ræða frið­sam­leg mót­mæli.

Í Man­hattan fóru mót­mælendur ráns­hendi um verslanir í mið­bænum og voru um 700 manns handteknir að því er kemur fram í frétt CNN en de Blasio sagðist ekki sætta sig við slíkt at­hæfi. Þá vísaði hann til of­beldis gegn lög­reglu og sagði árás gegn lög­reglunni vera árás gegn öllum.

„Við munum ekki láta of­beldi af hvers kyns tagi við­gangast. Við munum ekki leyfa á­rásir á lög­reglu­menn. Við munum ekki um­bera sköpun haturs,“ sagði de Blasio og bætti við að hann bæri fullt traust til lög­reglu.

Trump gagnrýnir viðbrögð borgarinnar

Donald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur for­dæmt að­gerðir mót­mælenda og meðal annars lofað því að ef ríkis- og borgar­stjórum takist ekki að ná stjórn á á­standinu muni hann senda herinn inn til að ná stjórn og þar með nýta sér lög frá upp­hafi ní­tjándu aldarinnar.

Trump full­yrti á Twitter í dag að ríkis­stjóri New York hafi misst stjórn á á­standinu. Þá sagði hann New York borg hafa „rifnað í sundur,“ og hvatti til þess að Þjóð­varð­liðið verði kallað út í borginni.

„Bregðist skjótt við! Ekki gera sömu hörmu­legu og ban­vænu mis­tök og þið gerðuð með hjúkrunar­heimilin,“ sagði Trump og vísaði þar til við­bragða borgarinnar við CO­VID-19 heims­far­aldrinum.

Ríkisstjórinn ósáttur með de Blasio og lögreglu

Trump var þó ekki sá eini sem hefur gagnrýnt de Blasio heldur sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, að lögregla í borginni þurfi að „vinna betri vinnu,“ þar sem þeim hafi ekki tekist að ná stjórn á mótmælum í þar í gær.

„Ég er vonsvikinn og hneykslaður yfir því sem átti sér stað í New York borg í gærkvöldi,“ sagði Cuomo meðal annars og sagðist hann íhuga að fjarlægja de Blasio tímabundið og láta Þjóðvarðliðið taka við en bætti þó við að hann teldi slíkt ekki vera rétt á þessum tímapunkti.