Rögn­valdur Ólafs­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varnar­deild ríkis­lög­reglu­stjóra, segir á­hyggju­efni að ekki hafi tekist að rekja öll smitin sem hafi greinst undan­farna daga.Þetta kemur fram í há­degis­fréttum Bylgjunnar.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá greindist 21 smitaður innan­lands í dag. Var um helmingur hópsins í sótt­kví þegar smitin greindust. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn segir fullt af veiru úti í samfélaginu.

Rögn­valdur segir að mögu­lega geti verið að al­manna­vörnum sé ekki að berast nógu góðar upp­lýsingar í smitrakningu. Hvetur hann fólk til að gefa sannar og góðar upp­lýsingar í smitrakningu.

„Það er enginn að fara að reyna að skamma þig þar eða refsa þér. Þetta þarf bara hundrað prósent sam­vinnu allra til að vinna þetta vel. Maður veit alveg að sumir upp­lifa kannski ein­hverja skömm eða eru með sam­visku­bit. Fólk verður bara að reyna að yfir­stíga það og setja hundrað prósent orku í sam­vinnu við rakninga­t­eymið,“ segir Rögn­valdur.

Ekki hafi tekist að rekja öll smitin sem greinst hafi undan­farna daga. Það sé á­hyggju­efni. Allt bendi til þess að smit séu að finna í sam­fé­laginu sem ekki hafi tekist að greina. Fólk beri að öllum líkindum sýkt fólk sem ekki viti af því. Segir Rögn­valdur bráð­nauð­syn­legt fyrir alla að fara í skimun, finni það fyrir minnstu ein­kennum.