Innlent

Hvetja Guðna til að grípa inn í og veita Nöru sakar­upp­gjöf

Fjölskylda og vinir Nöru Walker hafa hafið undirskriftarsöfnun þar sem forseti Íslands er hvattur til þess að leysa Nöru undan öllum ákærum og hleypa henni heim til Ástralíu.

Nara Walker flutti til Íslands með fyrrverandi eiginmanni sínum. Hún fékk átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu hans. Fréttablaðið/Anton Brink

Vinir og fjölskylda Nöru Walker, ástralskrar konu sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, biðla nú til íslenskra yfirvalda að veita henni sakaruppgjöf svo hún geti snúið aftur til Ástralíu. Nara hefur sætt farbanni hér á landi frá því hún var handtekin í nóvember árið 2017. Hún var dæmd í átján mánaða fangelsi í Landsrétti í desember síðastliðnum, þar af eru fimmtán skilorðsbundnir. 

Fyrrverandi eiginmaður Nöru er franskur og flutti hún með honum hingað til lands á sínum tíma. Þau voru stödd í samkvæmi í Reykjavík þegar hún beit hluta úr tungu hans, en hún hefur sakað hann um að beita sig ofbeldi í fjölda ára.

Landsréttur féllst ekki á að viðbrögð Nöru umrætt kvöld hefðu helgast af nauðvörn en Nara hefur haldið því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Og að hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd.

Sjá einnig: „Tróð upp í mig tungunni gegn vilja mínum“

Fjölskylda og vinir Nöru hvetja Guðna til að hleypa Nöru til Ástralíu. Fréttablaðið/GVA

Hæstaréttur hafnað málskotsbeiðni Nöru og hún mun að öllu óbreyttu hefja afplánun sína síðar í þessari viku. Í texta við undirskriftarlista sem vinir og fjölskylda Nöru hafa hleypt á laggirnar kemur fram að Nara hafi verið föst á Íslandi í fimmtán mánuði á meðan ofbeldismaður hennar gangi laus og tíminn sé naumur. 

„Við, fólkið, hvetjum forseta Íslands til að standa upp og taka rétta ákvörðun. Að veita Nöru fulla sakaruppgjöf frá fangelsi, frá sjálfheldu hennar á Íslandi og öllum ákærum gegn henni,“ segir í texta undirskriftarsöfnuninnar sem hefur verið þýddur úr ensku.

Sjá einnig: „Kerfið gæti hafa brugðist mér, en þetta er ekki endirinn“

„Nara sagði sannleikann og trúði því að kerfið myndi heyra í henni. Þetta er okkar tækifæri til að fá kerfið til að hlusta. Nara er dóttir mín, en hún gæti verið systir mín, móðir, frænka, eða ástkona, eða stúlkan sem situr við hliðin á þér í dag eða á morgun, hún gæti verið þú,“ segir í skilaboðum frá fjölskyldu Nöru. 

Undirskriftarsöfnunin fór af stað í gær og hafa tæplega þúsund skrifað undir hana, en markið er hundrað þúsund. Nokkuð hefur verið fjallað um mál Nöru í erlendum miðlum, þar á meðal Daily Mail, The New York Post, Vice auk ástralskra miðla. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

„Tróð upp í mig tungunni gegn vilja mínum“

Innlent

„Kerfið gæti hafa brugðist mér, en þetta er ekki endirinn“

Innlent

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Auglýsing

Nýjast

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Grunsamlegur maður kíkti inn í bifreiðar

Auglýsing