Sam­tökin No Bor­ders Iceland hafa boðað til sam­stöðu­fundar með egypsku Kehdr-fjöl­skyldunni á Austur­velli klukkan 16:00 í dag. Mikil umræða hefur verið um mál fjölskyldunnar undanfarna daga en til stendur að vísa henni úr landi á morgun.

Þegar þetta er skrifað hafa um 700 manns boðað komu sína á fundinn og hátt í 2.000 manns sýnt við­burðinum á­huga.

„Það eru á­kveðnar reglur í gildi sem heil­brigðis­ráð­herra setti fram. Sem er metrinn og grímu­skylda þar sem því verður ekki við komið. Við hvetjum fólk til að við­hafa ein­stak­lings­bundnar smit­varnir. Eins og dæmin hafa sýnt þá þarf ekki mikið að gerast til að hóp­sýkingar komi upp,“ segir Jóhann K. Jóhanns­son, sam­skipta­stjóri hjá al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra.

Hann segir að al­manna­varnir séu ekki að gera neinar sér­tækar ráð­stafanir í tengslum við sam­stöðu­fundinn annað en að hvetja fólk til að fylgja þeim reglum sem eru gildi.

Ás­geir Þór Ás­geirs­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá að­gerðar- og skipu­lags­deild lögreglunnar, segir að lög­reglan ætlar að vera með eins lítinn við­búnað á mót­mælunum og þeir komast upp með.

„Austur­völlur er ekki skil­greindur sem neitt sér­stakt svæði frekar en mið­bæinn eða Reykja­vík. En skorum á fólk á að passa sig á nándar­tak­mörkunum,“ segir Ás­geir. Af þeim sökum mega fleiri en 200 manns koma saman á Austurvelli.

„Við verðum með eins lítinn við­búnað þarna og við komust upp með. Fólk má mót­mæla, það er stjórnar­krár­bundin réttur þess. Við gerum ekkert annað en að að­stoða með að þau fari sem best fram og hvetjum fólk til að passa sig,“ segir hann enn fremur.