Jafn­réttis­stofa hefur hleypt af stað á­takinu Mein­laust? en því er ætlað að vekja at­hygli á birtingar­myndum kyn­bundinnar og kyn­ferðis­legrar á­reitni í sam­fé­laginu, á­samt því að „fá fólk til að opna augun fyrir sam­bandi á milli slíkrar hegðunar og hug­mynda um karl­mennsku, mörk og sam­þykki“ er kemur fram í tilkynningu frá Jafnréttisstofu.

Á­takinu var hleypt af stað 30. septem­ber og fer að mestu fram á sam­fé­lags­miðlunum. Fólk er hvatt til þess að taka þátt í um­ræðunni og deila eigin reynslu undir myllu­merkinu #mein­laust eða með því að merkja @mein­laust á Insta­gram.

Reyna að ná til yngri karla

„Við erum að reyna að ná til yngra fólks og sér­stak­lega yngri karla, en líka kvenna. Því okkur finnst mikil­vægt að þær viti að slík hegðun í garð þeirra er ekki á­sættan­leg. Við erum bæði að benda á þessar birtingar­myndir og af­leiðingar og ekki síst sam­fé­lags­legu af­leiðingarnar. Sem eru þær að konur hafa þurft að hætta í námi eða segja upp störfum. Það eru af­leiðingar sem snerta ein­stak­lingana en ekki síst sam­fé­lagið allt,“ segir Bryn­dís Elfa Valdemars­dóttir sér­fræðingur hjá Jafn­réttis­stofu.

Sögur í myndrænu formi

Á Insta­gram-síðu á­taksins má sjá sögur sem birtar eru í mynd­rænu formi.

„Þetta eru allt sannar frá­sagnir, þetta er allt eitt­hvað sem hefur gerst í raun­veru­leikanum og margir tengja við. Það er ein­mitt mark­miðið að fá fólk til að opna augun fyrir því sem er ekki mein­laust,“ segir Bryn­dís.

„Þetta er oft kyn­ferðis­leg á­reitni sem er orð­bundin, sem við erum að sýna. En líka bara kyn­bundin á­reitni, kannski eitt­hvað sem er ekki beint kyn­ferðis­legt en beinist klár­lega að konum í meiri­hluta,“ segir hún.

Fengið góð við­brögð á stuttum tíma

Þrátt fyrir að á­takið sé ný hafið segir Bryn­dís að þau hafi fengið góð við­brögð. „Við heyrum að fólk er að hafa sam­band,“ segir hún.

„Maður veit bara að um­ræðan er þarna úti á kaffi­stofum, og við eld­hús­borðið og alls staðar vonandi. Við viljum bara efla hana, fá fólk til þess að ræða þetta og þekkja þessar birtingar­myndir og af­leiðingarnar.“

„Við vildum benda á þetta sem hefur ekki verið mikið rætt, það er þetta „mein­lausa“ sem er falið og hefur verið það en er upp­spretta af ein­hverju meira oft og þetta sem konur þurfa að þola í þessu hvers­dags­lega sam­hengi alls staðar þar sem þær eru,“ segir Bryn­dís.

Á­takið er eitt verk­efna í fram­kvæmda­á­ætlun ríkis­stjórnarinnar í jafn­réttis­málum fyrir árin 2020 til 2023.