Aðal­fundur BSRB lýsir yfir stuðningi við konur sem stigið hafa fram í nýrri bylgju #met­oo frá­sagna með sögur af of­beldi og á­reitni, en einnig þær konur sem ekki hafa stigið fram opin­ber­lega með sínar sögur. Þau hvetja at­vinnu­rek­endur til að veita þol­endum svig­rúm til að leita sér að­stoðar vegna þess að #met­oo getur ýft upp gömul sár auk þess sem fundurinn kallar eftir því að ráðist verði í að­gerðir til að tryggja rétt­læti og líf án of­beldis

„Við trúum ykkur og stöndum með ykkur,“ segir meðal annars í yfir­lýsingu aðal­fundar banda­lagsins um #met­oo. Á­lyktunin var sam­þykkt ein­róma á fundinum sem lauk um há­degi í dag kemur fram í til­kynningu frá sam­tökunum.

„Konur sem hafa upp­lifað of­beldi, á­reitni, niður­lægingu og smánun eru ekki lítill hópur heldur konur úr öllum kimum sam­fé­lagsins. Fatlaðar konur, inn­flytj­endur og trans­fólk búa við hvað mesta hættu á að verða fyrir of­beldi,“ segir í yfir­lýsingunni.

Þar er einnig minnt á að fólk geti leitað sér að­stoðar hjá stéttar­fé­lagi sínu vegna of­beldis, kyn­ferðis­legrar eða kyn­bundinnar á­reitni á vinnu­stöðum.

„Öxlum öll á­byrgð á að breyta menningunni innan veggja heimilisins, í vina­hópnum, skemmtana­lífi, vinnunni, búnings­klefanum, fé­lags­starfi og alls staðar. Við berum öll á­byrgðina á því að halda um­ræðunni vakandi, að sýna virðingu og sam­kennd í sam­skiptum hvert við annað og auka vitund og skilning á kynja­kerfinu sem við búum við. Jafn­réttis­mál eru mál­efni okkar allra – ekki bara kvenna,“ segir að lokum.

Á­lyktun aðal­fundarins í heild sinni:

Aðal­fundur BSRB lýsir yfir stuðningi við þær konur sem stigið hafa fram undan­farið til að segja sögur sínar af á­reitni og of­beldi og einnig þær sem ekki hafa stigið fram opin­ber­lega í nýrri bylgju #met­oo frá­sagna. Við trúum ykkur og stöndum með ykkur.

Konur sem hafa upp­lifað of­beldi, á­reitni, niður­lægingu og smánun eru ekki lítill hópur heldur konur úr öllum kimum sam­fé­lagsins. Fatlaðar konur, inn­flytj­endur og trans­fólk búa við hvað mesta hættu á að verða fyrir of­beldi.

Önnur bylgja #met­oo getur ýft upp gömul sár og því hvetur aðal­fundur BSRB at­vinnu­rek­endur til að veita þol­endum svig­rúm til að leita sér að­stoðar til að vinna úr reynslu sinni. Við minnum einnig á að hægt er að leita til stéttar­fé­laga til að fá stuðning vegna of­beldis, kyn­ferðis­legrar eða kyn­bundinnar á­reitni á vinnu­stöðum.

Full­trúar á aðal­fundi BSRB kalla eftir því að stjórn­völd, aðilar vinnu­markaðarins og sam­fé­lagið allt ráðist í að­gerðir til að tryggja rétt­læti og líf án of­beldis. Öxlum öll á­byrgð á að breyta menningunni innan veggja heimilisins, í vina­hópnum, skemmtana­lífi, vinnunni, búnings­klefanum, fé­lags­starfi og alls staðar. Við berum öll á­byrgðina á því að halda um­ræðunni vakandi, að sýna virðingu og sam­kennd í sam­skiptum hvert við annað og auka vitund og skilning á kynja­kerfinu sem við búum við. Jafn­réttis­mál eru mál­efni okkar allra – ekki bara kvenna.