Forsvarsmenn Hluthafi.com vilja skapa vettvang til að auðvelda venjulegu fólki að stuðla að aukinni samskipti í flugrekstri samkvæmt nýrri tilkynningu sem birtist á vefsíðu þeirra í dag.

„Eftir samræður við fyrirsvarsmenn söfnunarinnar komst Fjármálaeftirlitið réttilega að því að fyrirhugað rekstrar-fyrirkomulag fæli ekki í sér verðbréfaviðskipti. Fyrirhugað er að stofna einkahlutafélag og munu áhugasamir fjárfestar geta keypt hluti í því.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðunni hluthafi.com, en forsvarsmenn síðunnar vilja endurreisa WOW air eða stofna nýtt flugfélag með hjálp frá almenningi. Þeir bjóða fólki að skrá sig til að kaupa hlut í félaginu á vefsíðu þeirra. Hægt er að lesa tilkynninguna í heild sinni á vefsíðu þeirra, hluthafi.com.

Íslendingar þekki afleiðingar einokunar

„Íslendingar þekkja það allra þjóða best hvaða afleiðingar það hefur að búa við einokun og fákeppni. Hluthafi.com er ætlað sem vettvangur til þess að auðvelda venjulega fólki og fjárfestum að stuðla að aukinni samkeppni í flugrekstri. Það er markmið sem stofnanir ríkisins ættu frekar að styðja en að beita sér gegn,“ segir í tilkynningunni.

Í tilkynningunni segir að allar upplýsingar sem eigi erindi við fjárfesta verði birtar á heimasíðunni og aðgengilegar öllum. Þannig verði jafnræði tryggt og upplýsingagjöf vönduð og ítarleg.

Almenningur taki þátt í ákvarðanatöku

Friðrik Atli Guðmundsson, forsvarsmaður vefsíðunnar, segir að hann vilji setja upp beint lýðræði á síðunni. Þeir sem skrá sig hjá hluthafa geta þá kosið um álitamál og haft áhrif á ákvarðanatöku í félaginu. Hann vill að almenningur taki þátt og kjósi um hvort eigi að halda áfram rekstri eða hætta, hvert ætti að fljúga og svo framvegis.

„Við ætlum að biðla til Háskóla Íslands, hlutlausa aðila sem geta svo birt niðurstöður jafnóðum og þær liggja fyrir.“