Köttur í Chi­cago borg í Banda­ríkjunum hoppaði á dögunum niður úr brennandi húsi af fimmtu hæð og lifði af. Ó­trú­legt mynd­band sem finna má neðst í fréttinni sýnir hvernig kötturinn hljóp svo í burtu eftir fallið.

Í frétt Guar­dian um málið kemur fram að slökkvi­liðið hafi verið að berjast við eldinn sem upp kom í í­búða­húsi í borginni. Í stað þess að lenda á múr­vegg fyrir neðan húsið hoppaði kötturinn á gras­flöt fyrir framan vegginn.

„Hann fór svo undir bílinn minn og faldi sig þar til honum leið betur og kom svo aftur til baka, hoppaði upp á vegginn og reyndi að komast aftur inn,“ hefur miðillinn eftir tals­manni slökkvi­liðsins Larry Lang­ford.

Kötturinn var ekki slasaður eftir gríðar­lega hátt fallið sam­kvæmt Lang­ford. Leitað er að eig­andanum. Þess ber að geta að enginn slasaðist heldur í um­ræddum elds­voða og tókust slökkvi­störf vel sam­kvæmt Lang­ford.